Loading

YNGSTU MÆÐURNAR OG MESTA FRJÓSEMIN

Samnorrænar fæðngartölur sýna að aldur frumbyrja fer hækkandi á Norðurlöndunum og flestar mæður eignast sitt fyrsta barn nálægt þrítugu. Ísland sker sig þó úr hópnum og státar af lægsta aldri frumbyrja og mestu frjóseminni.

Meðalaldur frumbyrja hér á landi er að jafnaði 26,2 ár en danskar frumbyrjur eru að jafnaði þremur árum eldri eða 29,1 ár. Þær finnsku eru 28,2, sænskar 28,4 og þær norsku 27,6.

Íslenskar konur eignast að meðaltali 2,2 börn yfir ævina á meðan hinar nágrannaþjóðirnar eru með tlur frá 1,87 til 1,9.

Mæðrum yngri en 20 ára fer fækkandi en Ísland er með hæstu prósentuna og hefur verið síðan samnorrænu mælingarnar hófust. Árið 1974 voru 15,9 prósent frumbyrja undir tvítugu hér á landi en nú er prósentuhlutfallið komið niður í 3,1. Aðeins 1,4 prósent frumbyrja í Danmörku eru yngri en tvítugar.

X